Körfubolti

Kanínurnar hans Arnars hoppuðu inn í undanúrslitin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Auk þess að þjálfa Svendborg Rabbits er Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.
Auk þess að þjálfa Svendborg Rabbits er Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. vísir/andri marinó
Svendborg Rabbits er komið í undanúrslit um danska meistaratitilinn í körfubolta eftir sex stiga sigur, 91-97, á Team FOG Næstved í dag.

Kanínurnar hans Arnars Guðjónssonar unnu einvígið 3-0 og mæta Bakken Bears í undanúrslitunum. Þessi lið mættust fjórum sinnum í deildarkeppninni og vann Bakken Bears alla leikina með samtals 96 stigum.

Landsliðsmaðurinn Axel Kárason var í byrjunarliði Svendborg í leiknum í kvöld. Skagfirðingurinn spilaði í rúmar 18 mínútur; skoraði tvö stig og tók fimm fráköst.

Stefan Bonneau, sem kom til Svendborg frá Njarðvík fyrr í vetur, skoraði 16 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Bonneau hitti úr fimm af sex skotum inni í teig og tveimur af níu fyrir utan þriggja stiga línuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×