FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 06:00

Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu

VIĐSKIPTI

Kanínurnar búnar ađ missa allt sjálfstraust

 
Körfubolti
19:50 13. MARS 2017
Arnar Guđjónsson ţjálfar liđ Svendborg Rabbits.
Arnar Guđjónsson ţjálfar liđ Svendborg Rabbits. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Svendborg Rabbits, lið Arnars Guðjónsonar, tapaði í kvöld á heimavelli á móti langneðsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Svendborg Rabbits tapaði þá með eins stigs mun á móti Stevnsgade SuperMen, 59-58, en súpermennirnir hafa ekki staðið undir nafni í vetur fyrr en kannski í kvöld. Þetta var aðeins annar sigur Stevnsgade SuperMen liðsins á tímabilinu en liðið er enn í júmbósætinu og heilum sjö sigrum á eftir næstneðsta liðinu.

Kanínurnar hans Arnars hafa nú tapað fimm heimaleikjum í röð en liðið vann sex af fyrstu níu heimaleikjum vetrarins.

Kanínurnar virðast vera búnar að missa allt sjálfstraust en þrátt fyirr að vera enn í fjórða sæti deildarinnar hefur liðinu aðeins tekist að vinna þrjá af síðustu tíu deildarleikjum sínum.

Svendborg Rabbits var 20-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann en skoraði bara 38 stig samanlagt í síðustu þremur leikhlutunum. Svendborg Rabbits liðið skoraði sjö síðustu stig leiksins en tókst ekki að stela sigrinum í lokin.

Stefan Bonneau, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, skoraði 10 stig fyrir Svendborg Rabbits í köld en Axel Kárason var stiglaus. Axel tók 4 fráköst á 17 mínútum.

Þetta var fyrsti útisigur Stevnsgade SuperMen á tímabilinu en liðið var búið að tapa þrettán útileikjum í röð. Tapið í kvöld er því gríðarlega vonbrigði fyrir Svendborg Rabbits liðið sem fékk þarna tækifæri til að enda taphrinu sína á heimavelli.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Kanínurnar búnar ađ missa allt sjálfstraust
Fara efst