Enski boltinn

Kane spilar með U-21 árs liðinu á EM

Kane fagnar hér fyrsta A-landsliðsmarki sínu.
Kane fagnar hér fyrsta A-landsliðsmarki sínu. vísir/getty
Harry Kane mun ekki spila með enska A-landsliðinu í sumar og fer því á EM með U-21 árs liðinu.

Kane spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum og skoraði sitt fyrsta mark eftir aðeins 80 sekúndur á vellinum. Hann hefur þess utan spilað frábærlega með Tottenham.

Enska A-landsliðið á leik þann 14. júní í sumar en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson ætlar ekki að nota Kane og Gareth Southgate, þjálfari U-21 árs liðsins, getur því valið hann í sinn hóp fyrir lokakeppni EM.

Southgate er þegar búinn að ræða þetta mál við Hodgson en hann vill eðlilega taka sitt besta lið til Tékklands á EM.

Kane hefur skorað 29 mörk fyrir Spurs í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×