Enski boltinn

Kane kláraði Stoke í fyrri hálfleik

Kane skoraði þrjú og lagði upp annað í fyrri hálfleik.
Kane skoraði þrjú og lagði upp annað í fyrri hálfleik. vísir/getty
Stórleikur Harry Kane gerði út um Stoke í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Kane skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri á White Hart Lane. Með sigrinum lyftir Tottenham sér upp í annað sæti deildarinnar í bili en er enn tíu stigum á eftir Chelsea.

Kane kom Tottenham yfir eftir aðeins fjórtán mínútna leik en tvö mörk á fimm mínútna kafla um miðbik hálfleiksins fullkomnuðu þrennuna. Þriðja mark Kane og Tottenham fór þó af varnarmanni og í netið en það var skráð sem mark enska landsliðsmannsins.

Í uppbótartíma í fyrri hálfleik lagði hann svo upp mark fyrir ungstirnið Dele Alli þegar hann renndi boltanum fyrir markið og Alli setti hann í autt netið. Leiknum lokið áður en hálfleiksflautið gall.

Sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik þrátt fyrir fínustu tækifæri beggja liða en það var áhyggjuefni fyrir heimamenn þegar belgíski miðvörðurinn Toby Alderweireld fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×