Viðskipti erlent

Kanadísk yfirvöld banna Samsung Galaxy Note 7 í flugferðum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vandræði Samsung virðast engan endi ætla að taka.
Vandræði Samsung virðast engan endi ætla að taka. Vísir/EPA
Samgönguyfirvöld í Kanada hafa nú bannað að Samsung Galaxy Note 7 símar séu meðferðis í flugerðum. Þetta kemur fram á vef kanadísku ríkisstjórnarinnar. Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandarísk samgönguyfirvöld hafa lagt á samskonar bann.

Frægt er nú orðið að símar af þessari gerð eigi það til að ofhitna og springa. Vandamálið kom upp í ágúst og þá hvöttu flugmálayfirvöld eigendur símana til þess að ferðast ekki með þá í háloftunum án þess þó að banna það.

Samgönguyfirvöld í Kanada leitast nú við að aðstoða flugfélög við að framfylgja banninu, en því er ætlað að vernda farþega og áhafnir. 

Ekki er enn vitað hvað veldur því að símarnir ofhitni, en talið er að gallinn muni kosta Samsung um 600 milljarða þegar uppi er staðið og alfarið hætt sölu og framleiðslu á símanum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×