Innlent

Kalla enn og aftur eftir upplýsingum frá yfirvöldum um alvarlegt ástand á Vogi

Guðrún Ansnes skrifar
Á Vogi.
Á Vogi. Vísir/Heiða
„Við köllum eftir fullnægjandi svörum frá yfirvöldum, staðan er óásættanleg með öllu,“ segir Kristín I. Pálsdóttir talskona Rótarinnar,  en samtökin kalla eftir kyngreindum upplýsingum  um afbrotahegðun sjúklinga á Vogi, ásamt lagalegri stöðu og upplýsinga um handtekna og ákærða, frá árinu 2009 til 2014, í samræmi við 3. og 5. grein upplýsingalaga.

Vísar Kristín í tölfræði  Rafns M. Jónssonar, verkefnisstjóra í áfengis- og vímuvörnum hjá embætti landlæknis, þar sem segir að „þrjátíu og tvö prósent þeirra sem komu inn á Vog árið 2008 hafi hlotið dóm og fjórtán prósent innlagðra hafi framið brot síðustu þrjátíu daga.“

„Við viljum einfaldlega fá það upp á borðið hvaða hópur er settur saman í meðferð, og hingað til höfum við ekki fengið fullnægjandi svör frá yfirvöldum þegar við höfum óskað eftir þeim,“ segir Kristín.

Hún bendir jafnframt á að Rótin hafi sömuleiðis áhyggjur af að börn séu sett í meðferð með fullorðnum. „Við höfum haft samband við Umboðsmann barna sem og Landlæknisembættið, þar sem okkur er bent á að vinna með SÁÁ.  Við störfum ekki sem gæðaeftirlit fyrir SÁÁ,“ útskýrir Kristín, og undirstrikar að ástandið sé grafalvarlegt.


Tengdar fréttir

„Það var hlegið að mér í tuttugu ár"

Stephanie Covington er frumkvöðull á sviði fíknifræða. Hún starfar í fangelsum í Bandaríkjunum, innleiðir breytingar í áfengis- og vímuefnameðferðum úti um allan heim og skrifar bækur og gerir rannsóknir þess á milli. Covington segir Íslendinga eiga margt eftir ólært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×