Innlent

Kalla eftir frekari lækkun vaxta

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
SA segir umtalsvert svigrúm hafa skapast fyrir vaxtalækkanir.
SA segir umtalsvert svigrúm hafa skapast fyrir vaxtalækkanir.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kallar eftir frekari vaxtalækkun Seðlabanka Íslands í nýrri grein sem birt var á föstudag.

Þorsteinn segir mikla hjöðnun verðbólgu undanfarið gefa tilefni til frekari stýrivaxtalækkana en þeirrar sem varð fyrir skömmu um 0,25%. Kaupmáttur hafi aukist um nærri 5% að meðaltali ásamt því sem verðbólga hafi farið hjaðnandi.

„Sú verðlækkun sem varð í október felur í sér að virkir raunstýrivextir bankans hafa hækkað umtalsvert og eru nú komnir yfir 4%. Viðmið bankans hefur verið að raunvextir séu í kringum 3% þegar efnahagslífið fer úr slaka í spennu, eins og um þessar mundir. Ljóst er því að umtalsvert svigrúm hefur skapast fyrir vaxtalækkun,“ segir í greininni.

Þorsteinn segir mikilvægt að góður árangur í hagstjórn skili sér í lægri raunvöxtum og því sé brýnt að Seðlabankinn lækki vexti enn frekar við næstu vaxtaákvörðun þann 10. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×