Viðskipti erlent

Kalifornía innleiðir lög gegn kynbundnum launamuni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jerry Brown, fylkisstjóri Kaliforníu, ávarpar áheyrendur eftir að lögin voru samþykkt í gær.
Jerry Brown, fylkisstjóri Kaliforníu, ávarpar áheyrendur eftir að lögin voru samþykkt í gær. Vísir/EPA
Í gær var frumvarp fylkisstjóra Kaliforníu, Jerry Brown, ‚Fair Pay Act‘ samþykkt. Lögin fela það í sér að fyrirtæki í Kaliforníu þurfi að útskýra að hærri laun karlmanna byggi einungis á kunnáttu þeirra og reynslu. Fylgjendur lagabreytinganna kalla þetta sterkustu lög gegn kyndbunum launamuni sem samþykkt hafa verið i Bandaríkjunum.

Fyrirtæki sem sökuð eru um kynbundin launamismun munu þurfa að sýna fram á að hærri laun karla byggi á öðru en kyni þeirra. Öldungadeildarþingmaðurinn Hannah Beth Jackson sem skrifaði frumvarpið sagði í samtali við BBC World Service að eftir 35 ára baráttu gegn launamuni kynjanna væri Kalifornía nú með sterkustu lög gegn því í landinu.  

Lögin taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Viðskiptaráð Kaliforníu fagnar nýjum lögum. Kynbundin launamunur var 16% í Kaliforníu árið 2013, samkvæmt Equal Rights Advocates.

Frétt BBC um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×