Lífið

Kaleo spilar á ACL festival í Texas

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Hljómsveitin Kaleo spilar í Texas í haust.
Hljómsveitin Kaleo spilar í Texas í haust. vísir/arnþór
Hljómsveitin Kaleo heldur áfram að gera góða hluti á tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin með hljómsveitinni Vance Joy. Í gær var tilkynnt að sveitin myndi koma fram á tónlistarhátíðinni ACL Festival sem fram fer í Austin í Texas í haust. Það hefur verið nóg að gera hjá hljómsveitinni undanfarið.

Lag sveitarinnar, All the Pretty Girls, hefur mikið verið spilað á útvarpsstöðum vestanhafs og voru gagnrýnendur ánægðir með frammistöðu þeirra á tónlistarhátíðinni South by South West í Texas í síðasta mánuði. Strákarnir halda ferðalaginu áfram og munu spila á Bonnaroo-hátíðinni í Tennesse og Summerfest í Milwaukee, áður en þeir koma fram á ACL Festival.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×