Viðskipti innlent

Kakan stækkar um þrjú prósent

Snærós Sindradóttir skrifar
VÍSIR/Pjetur
Nýir staðlar við reikning þjóðhagsreikninga stækka köku hagkerfisins um þrjú til 3,7 prósent. Staðlarnir, sem teknir verða upp í flestum Evrópulöndum samtímis, eru teknir upp að kröfu Sameinuðu þjóðanna.

„Þetta ætti ekki að hafa svo mikil áhrif á hagvöxtinn. Breytingin á milli ára verður svipuð,“ segir Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands.

Guðrún R. Jónsdóttir, hagfræðingur
Guðrún segir breytinguna helst hafa áhrif á þær tölur sem settar eru fram sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, svo sem skuldir þjóðarbúsins. 

„Svo gerist ekkert með skuldirnar en af því landsframleiðslan er orðin hærri þá minnkar hlutfall þeirra. Skuldin er samt jafnstór. Þú breytir í raun nefnaranum sem þú ert að deila með.“

Eins og Fréttablaðið greindi frá á þriðjudag mun Hagstofan meðal annars reyna að fara í saumana á veltu viðskipta með fíkniefni og vændi. Hugmyndin með breytingunni er að hagtölur endurspegli betur hagkerfið eins og það er í reynd.


Tengdar fréttir

Meiri velta í vændisstarfsemi á Íslandi en í Svíþjóð

Velta ólöglegrar starfsemi á borð við vændi, fíkniefni, smygl og heimabrugg er talin nema að meðaltali 6,6 milljörðum króna á ári hverju. Starfsemin verður framvegis tekin með í þjóðhagsreikninga Hagstofu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×