Fótbolti

Kaka leggur skóna á hilluna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kaka var hreint út sagt óstöðvandi með AC Milan á árum áður.
Kaka var hreint út sagt óstöðvandi með AC Milan á árum áður. Vísir/getty
Brasilíski miðjumaðurinn Kaka staðfesti í dag á Twitter-síðu sinni að hann væri hættur í fótbolta eftir að samningur hans hjá Orlando City rann út á dögunum.

Kaka sem var á sínum tíma valinn besti knattspyrnumaður heims er hann lék með ítalska stórveldinu AC Milan en hann var á sínum tíma næst dýrasti leikmaður heims er Real Madrid keypti hann frá AC Milan.

Vann hann ítölsku og spænsku deildina einu sinni ásamt því að vera hluti af liði AC Milan sem vann Meistaradeild Evrópu 2007 en hann var einnig hluti af leikmannahóp brasilíska landsliðsins sem vann HM 2002 í Suður Kóreu.

Lék hann alls 92 landsleiki fyrir Brasilíu en fyrsta mark hans í brasilísku treyjunni kom einmitt í æfingarleik gegn Íslandi árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×