Viðskipti innlent

Kaffibarinn hagnaðist um 27 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kaffibarinn hefur löngum verið vinsæll skemmtistaður.
Kaffibarinn hefur löngum verið vinsæll skemmtistaður. Vísir/Pjetur
Árið 2014 nam hagnaður Kaffibarsins 26,9 milljónum króna. Hagnaðurinn jókst um tæpar 20 milljónir króna milli ára, en árið 2013 nam hagnaður félagsins 7,7 milljónum króna. Stór hluti hagnaðarins útskýrist af endurútreikningu lána upp á 16 milljónir.

Eigið fé í árslok var neikvætt um 4,3 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi. Árið 2013 var það hins vegar neikvætt um 31 milljón króna. Eigið fé og skuldir félagsins lækkuðu því milli ára. Í árslok 2014 nam hlutafé félagsins 5,4 milljónum króna og breyttist ekki á árinu. Handbært fé í árslok nam 5,8 milljónum króna og jókst um rúmar 2,5 milljónir króna milli ára. Kaffibarinn er í 100% eigu Svans Kristbergssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×