Lífið

Kærir X-Factor: Eyðilögðu drauminn um að lifa á tónlistinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sally Hessnice fór ekki beint á kostum.
Sally Hessnice fór ekki beint á kostum. vísir
Simon Cowell og framleiðendur bandarísku útgáfunnar af X–Factor hafa fengið á sig kæru frá fyrrverandi keppanda þáttarins.

X-Factor er einn vinsælasti raunveruleikaþátturinn vestanhafs en umræddur keppandi telur að tæknimenn hafi vísvitandi látið hana líta illa út í klippiherberginu.

Keppandinn heitir Sally Hessnice og tók hún Whitney Houston lagið The Greatest Love of All í áheyrnarprufunum árið 2013. Eftir frammistöðuna fékk hún neitun frá öllum dómurum, þeim Simon Cowell, Kelly Rowland, Demi Lovato og Paulina Rubio.

Hún er aftur á móti handviss um það að sú útgáfa sem sýnd hafi verið í sjónvarpi hafi verið breytt eða klippt til svo að rödd hennar hafi hljómað ver en hún var í raun og veru.

Hún telur að þátturinn hafi skemmt orðspor hennar og eyðilegt drauminn um að lifa af tónlistinni. Hún fer fram á 260 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Hér að neðan má sjá umrædda áheyrnarprufu og dæmi nú hver fyrir sig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×