Innlent

Kærir lögregluna fyrir njósnir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Guðmundur Franklín Jónsson telur lögreglu hafa brotið lög með því að njósna um hann, skrá upplýsingarnar og dreifa þeim síðan.
Guðmundur Franklín Jónsson telur lögreglu hafa brotið lög með því að njósna um hann, skrá upplýsingarnar og dreifa þeim síðan. Fréttablaðið/GVA
Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunnar um mótmæli almennings á hrunárunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara.

Guðmundur er í skýrslu lögreglunnar sagður hafa á netinu hvatt fólk til að mæta þegar mótmæla átti við Íslandsbanka í mars 2010.

Í kæru lögmanns Guðmundar segir að „persónunjósnir“ lögreglunnar gagnvart Guðmundi hafi verið „löglausar með öllu“ og freklega hafi verið brotið á friðhelgi einkalífs hans með því að dreifa síðan upplýsingunum til fjölmiðla.

Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri kveður sér ekki kunnugt um kæru Guðmundar eða hvort fleiri kærur vegna skýrslunnar hafi borist. Lögregla hefur fengið frest til 11. nóvember til að svara spurningum Persónuverndar um skýrsluna. Jón segir áríðandi fyrir lögregluna að skýra málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×