Innlent

Kærðu útboð í mokstur gatna

Forsvarsmenn GV og G Hjálmarssonar vildu ekki veita viðtal.
Forsvarsmenn GV og G Hjálmarssonar vildu ekki veita viðtal. Fréttablaðið/Pjetur
Tvö verktakafyrirtæki, GV gröfur ehf. og G Hjálmarsson ehf., hafa kært útboð Akureyrarbæjar á snjómokstri og hálkuvörnum sveitarfélagsins 2015-2016 til úrskurðarnefndar útboðsmála. Telja fyrirtækin ekki hafa verið rétt staðið að útboðinu.

Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar í síðustu viku og ákveðið að fresta því að taka ákvörðun í útboðinu þar til niðurstaða kærunefndarinnar væri fengin. Á fundinum átti að tilkynna niðurstöður útboðsins en ekki þótti eðlilegt að klára málið meðan það væri í kæruferli.

Dagur Fannar Dagsson, formaður framkvæmdaráðs, telur málið á viðkvæmu stigi. „Nú er málið í kæruferli og á meðan get ég ekki tjáð mig um málið. Hins vegar vona ég að þetta fái skjóta afgreiðslu hjá kærunefnd útboðsmála.“

Hvorki forsvarsmenn GV grafa ehf. né G Hjálmarssonar ehf. vildu veita viðtal vegna þessa þegar Fréttablaðið náði tali af þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×