MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:18

Amazon vill fá íslenskan málfrćđing til starfa

FRÉTTIR

Kćrastan er augljóslega í buxunum í sambandinu

 
Sport
14:15 27. DESEMBER 2016
Cruz ver beltiđ sitt um nćstu helgi.
Cruz ver beltiđ sitt um nćstu helgi. VÍSIR/GETTY

Orðastríð þeirra Dominick Cruz og Cody Garbrandt í aðdraganda bardaga þeirra um næstu helgi er orðið ansi persónulegt.

Þá mun Cruz reyna að verja bantamvigtarbeltið sitt gegn Garbrandt en flestir búast við rosalegum bardaga á milli þeirra.

Í aðdraganda bardagans er búið að rifja upp er unnusta Garbrandt setti mynd á Instagram í nóvember af Cruz er hann tapaði sínum eina bardaga á ferlinum.

Cruz svaraði henni þá og varaði hana við því að blanda sér í málefni stóru strákanna.

„Ég hef ekkert á móti henni eða konum almennt. Ég er sjálfur algjör mömmustrákur. Ég bað hana bara kurteislega um að halda sig frá þessu og hugsa frekar um leikfangið sitt,“ sagði Cruz.

„Ég veit ekki hvernig samband þeirra er en það er hans hlutverk að halda henni fyrir utan þetta. Augljóslega er það samt hún sem er í buxunum í þessu sambandi. Hann er bara aumur strákur sama hvað hann reynir að rífa kjaft. Hún þarf því að fara og rífa kjaft fyrir hann. Það er óþarfi því þetta er á milli mín og Cody.“

Bardagakvöldið um næstu helgi verður í beinni á Stöð 2 Sport.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Kćrastan er augljóslega í buxunum í sambandinu
Fara efst