Sport

Kaepernick neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kaepernick í leik með 49ers.
Kaepernick í leik með 49ers. vísir/getty
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttir fyrir leik liðsins gegn Green Bay Packers en um var að ræða æfingaleik fyrir komandi tímabil Í NFL-deildinni. Leikurinn fór fram á föstudagskvöldið. 

Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks í Bandaríkjunum með því að sitja á meðan heyrðist í þjóðsöngvinum. Hann útskýrði athæfið fyrir fjölmiðlum eftir leikinn.

„Ég er ekki að fara standa og þykjast vera stoltur af þjóð okkar og fánanum þegar við kúgum blökkumenn og annað litað fólk í okkar landi,“ sagði Kaepernick eftir leikinn.

„Fyrir mér er þetta stærra en fótbolti og það væri einfaldlega sjálfselskt af mér að horfa í hina áttina. Hér fara fram fjöldi morða á ári hverju tengdum litarháttum.“

Hann hafði ekki sagt neinu frá áætlunum hans fyrir leikinn.

„Þetta er ekki eitthvað sem ég get fengið ráðleggingar frá öðrum. Ég er ekki að leita að samþykki annarra, ég verð að standa með fólki sem verður fyrir þessari kúgun.“

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kaepernick gerir þetta á undirbúningstímabilinu en hann hafði gert þetta í tvígang áður. Þá aftur á móti var hann ekki í liðinu og í borgararlegum klæðum. Því tók enginn eftir þessu.

Félagið sendi frá sér yfirlýsingu um atvikið eftir leikinn. Þar kom fram að þjóðsöngurinn væri mikilvægur hluti af leiknum og staður fyrir fólk til heiðra land og þjóð. Það væri samt ávallt val allra að taka þátt í athöfninni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×