Erlent

Kaci Kullmann Five er látin

atli ísleifsson skrifar
Kaci Kullmann Five tók við stöðu formanns Nóbelsnefndarinnar árið 2015 af Thorbjørn Jagland.
Kaci Kullmann Five tók við stöðu formanns Nóbelsnefndarinnar árið 2015 af Thorbjørn Jagland. Vísir/AFP
Formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, Kaci Kullmann Five, er látin. Hún varð 65 ára að aldri. Frá þessu segir í yfirlýsingu frá norsku Nóbelsnefndinni.

Kullmann Five hafði greinst með brjóstakrabbamein og greint opinberlega frá baráttu sinni við sjúkdóminn. Meinið tók sig upp að nýju á síðasta ári og varð hún meðal annars að aðboða sig á afhendingu Friðarverðlauna Nóbels í desember síðastliðinn.

Kullmann Five tók við stöðu formanns Nóbelsnefndarinnar árið 2015 af Thorbjørn Jagland.

Hún sat á þingi fyrir norska Hægriflokkinn á árunum 1981 til 1997, var viðskiptaráðherra 1989 til 1990 og formaður Hægriflokksins á árunum 1991 til 1994.

Kullman Five lætur eftir sig eiginmann og tvö uppkomin börn.

Að neðan má sjá minningarorð Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, um Kullman Five.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×