Íslenski boltinn

KA-menn aftur með fimm stiga forystu á toppnum | Sjáðu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA er í góðum málum á toppi Inkasso deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fram í Laugardalnum í kvöld.

KA-liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik og innsiglaði síðan sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok eftir að Fram hafði minnkað muninn úr vítaspyrnu.

KA-menn hafa þar með unnið 9 af fyrstu 12 deildarleikjum sínum í sumar og eru með fimm stiga forskot á Grindavík, sem er í öðru sæti, og sex stiga forskot á Leikni Reykjavík, sem er í þriðja sætinu.

KA-menn hafa náði í 19 stig af 21 mögulegum í síðustu sjö deildarleikjum sínum og allt lítur út fyrir að KA-menn séu á leiðinni upp í Pepsi-deildina.

Guðmann Þórisson (24. mínúta) og Almarr Ormarsson (45. mínúta) skoruðu báðir skallamörk í fyrri hálfleiknum eftir stoðsendingar frá Juraj Grizelj.

Indriði Áki Þorláksson minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 60. mínútu en á 83. mínútu fengu KA-menn víti sem Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði úr. Framarar höfðu þá verið að hóta því að jafna leikinn en sjötta mark Elfars Árna í Inkasso deildinni í sumar gulltryggði það að öll þrjú stigin fóru með norður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×