Víglínan

Þingi Norðurlandaráðs lauk á fimmtudag þar sem forsætisráðherrar ríkjanna fimm lýstu meðal annars áhyggjum sínum af fjárfestingum erlendra ríkja í innviðum á Norðurlöndunum og var þá sérstaklega átt við Kína. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna voru meðal þingfulltrúa og koma til okkar til að á eftir ræða þessi mál og önnur sem voru ofarlega á baugi á þinginu. Þá eru kjaraviðræður að komast af stað þar sem ný forysta í tveimur stærstu verkalýðsfélögum landsins leiðir samninga í fyrsta sinn ásamt nýrri forystu hjá Alþýðusambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræðir samningamálin við okkur ásamt stöðuna á húnæðismarkaðnum sem og hvaða breytingar muni fylgja nýrri forystu í verkalýðshreyfingunni.

345
41:02

Vinsælt í flokknum Víglínan