Andið eðlilega - sýnishorn

Verðlaunamyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins föstudaginn 9. mars. Myndin var heimsfrumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni þar sem Ísold var valin besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda. Þá hlaut myndin FIPRESCI verðlaun alþjóðlegra gagnrýnenda á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Með aðalhlutverk fara Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson. Ísold Uggadóttir er leikstóri og handritshöfundur myndarinnar. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð.

4295
02:08

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir