Rökkur - sýnishorn

Íslenski spennutryllirinn Rökkur verður frumsýndur á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér … þeir eru ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Með stjórn kvikmyndatöku fór John Wakayama Carey.

3688

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.