Mel Gibson vildi ekki vera með í hestaklámi

Leikstjórinn Benedikt Erlingsson hefur slegið í gegn með sína fyrstu kvikmynd, Hross í oss. Hann hóf vinnu við myndina árið 2008, og fjármögnun gekk erfiðlega á hrunárinu mikla. Þegar Benedikt var beðinn um að vera leiðsögumaður fyrir Hollywoodstjörnuna Mel Gibson sá hann sér leik á borði og kynnti myndina fyrir leikaranum. Myndin hefst á atriði með innilegum kynnum graðhests og merar með knapa á bakinu og leist stjórstjörnunni illa á handritið. ,,No Benni, this is horse porn” var svarið, sem mætti útleggja sem ,,Nei Benni, þetta er hestaklám.” Benedikt var í viðali í þættinum Fókus á sunnudaginn þar sem hann ræddi meðal annars þetta atvik, Fóstbræðraævintýrið og skrautlega áheyrnarprufu hjá Lars Von Trier.

18538
19:00

Vinsælt í flokknum Fókus