Sunnudagsmessan: Robin van Persie skilar sínu þegar hann er ekki meiddur

Robin van Persie, framherji Arsenal, var í sviðsljósinu í gær þegar Arsenal féll úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn Barcelona. Framherjinn er mikilvægur hlekkur í liði Arsenal en meiðsli hafa fylgt Hollendingum eins og skuggi allt frá því hann fór að leika í ensku úrvalsdeildinni. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 benti Hjörvar Hafliðason á þá staðreynd að van Persie hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í 102 leikjum af alls 266 á síðustu sjö leiktíðum.

9069
01:06

Vinsælt í flokknum Messan