Stóru málin – Fjármál borgarinnar og tossabekkir Hagaskóla

Stóru spurningarnar í Stóru málunum í kvöld voru: Hvað er hæft í fullyrðingum minnihlutans um að Besti flokkurinn og Samfylkingin hafi rekið borgina illa og muni á næsta ári hafa hækkað útgjöld barnafjölskyldna í Reykjavík um 440 þúsund krónur á kjörtímabilinu? Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og Júlíus Vífill Ingvarsson, Sjálfstæðisflokki voru fulltrúar pólitíkurinnar – en einnig fengum til að skoða fjármál borgarinnar með yfirveguðum og ópólitískum hætti Sigurð Jóhannesson hagfræðing hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Við ræddum líka við Teit Atlason blaðamann sem hefur varið mánuðum í að rannsaka afdrif ungmenna úr tossabekkjum Hagaskóla á 9. áratugnum og síðast en ekki síst birtum við maraþon mínútuna í fyrsta sinni. Þau fjögur sem keppast um forystusætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fengu mínútu á mann til að svara spurningunni: Af hverju yrði ég góður borgarstjóri?

7365
24:59

Vinsælt í flokknum Kosningar