Neyðarlínan - Þurfti áfallahjálp eftir erfiðan vinnudag

Hjördís Garðarsdóttir aðstoðarvarðstjóri hjá Neyðarlínunni hefur starfað þar í 5 ár. Líkt og fleiri samstarfsmenn hennar hefur hún þurft á áfallahjálp að halda. "Það var þegar ég hafði tekið á móti tveimur símtölum varðandi banaslys sama daginn. Eftir það síðara treysti ég mér ekki til að opna línuna aftur.“ Hjördís segir starfið þó hafa miklu fleiri kosti og lítur á það sem framtíðarstarf. "Það er engin spurning.“ Í lokaþættinum af Neyðarlínunni á Stöð 2 í kvöld kl. 20.10 verður skyggnst á bakvið tjöldin hjá Neyðarlínunni, forvitnast um hvernig starfið er og þau mál sem tekin hafa verið fyrir í þáttunum verða jafnframt rifjuð upp.

15889
01:34

Vinsælt í flokknum Neyðarlínan