Tíu ár frá hruni: Ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson

Ólafur Ragnar Grímsson var forseti Íslands frá 1996-2016. Í íslensku útrásinni greiddi hann götu íslenskra fyrirtækja erlendis, hjálpaði að skapa tengsl fyrir íslensku bankana, studdi vöxt þeirra og varði þá af krafti þegar þeir sættu gagnrýni. Ólafur Ragnar reyndist síðan mikill örlagavaldur eftir bankahrunið þegar hann synjaði tvívegis lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna staðfestingar og vísaði þeim í þjóðaratkvæði. Í þessu ítarlega viðtali ræðir Þorbjörn Þórðarson við Ólaf Ragnar um útrásina og vöxt bankanna, Icesave-málið, samskipti hans við stjórnvöld í Kína eftir hrunið og fleira.

565
54:18

Vinsælt í flokknum Fréttir