Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu

Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. Hún var handtekin að beiðni Bandaríkjanna þann 1. desember og berst hún nú gegn því að vera framseld til Bandaríkjanna þar sem talið er að hún sé grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel fjársvik.

0
01:04

Vinsælt í flokknum Fréttir