Ísland í dag - Lætur sjúkdóminn ekki stöðva sig í að elta drauminn

Við hittum Þorstein Sturlu Gunnarsson, átján ára gamalt leikskáld sem skrifaði og leikstýrði leiksýningu Menntaskólans eftir að hafa borið sigur úr býtum í handritakeppni þar á bæ. Líf Þorsteins litast að talsverðu leyti af því að hann glímir við afar sjaldgæfan og banvænan taugahrörnunarsjúkdóm, sem ber heitið SMA. Hann hyggst hins vegar ekki láta það stöðva sig í að elta drauminn, og stefnir á nám í kvikmyndagerð í haust.

301
04:07

Vinsælt í flokknum Ísland í dag