Fögnuðu fæðingardegi Kim Jung-il

Mikil hátíðarhöld voru í Norður-Kóreu í dag þegar landsmenn fögnuðu því að 77 ár eru liðin frá fæðingardegi Kim Jong-il, þjóðarleiðtogans sem lést árið 2011. Þúsundir manna komu saman í Pyongyang, höfuðborg landsins, lögðu blóm við minnisvarða hins látna leiðtoga og voru viðstaddar risastóra blómasýningu sem er haldin árlega í tilefni dagsins.

110
00:37

Vinsælt í flokknum Fréttir