Ísland í dag - Fisksalinn Fúsi brosir framan í fólkið í hverfinu

Handboltakappinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson stendur nú vaktina í eigin fiskbúð í Skipholti og er orðinn sjóaður eftir nokkur ár í bransanum. Hann segist lítið sakna handboltans og er ánægður með að hafa tekist að breytast á sínum tíma úr „strák í boltaleik“ í fullorðinn ábyrgan einstakling. Líf hans litaðist á sínum tíma af baráttu við innri djöfla, hann barðist við fíkn og stóð sig að eigin sögn ekki í stykkinu sem pabbi þegar sonur hans fæddist 1995 – segist raunar hafa verið hálfgerður skíthæll út á við. Sigfús varð svo pabbi í annað sinn árið 2013 sem þroskaði hann mikið, en hann er á góðum stað í dag - líður vel bak við búðarborðið og finnst skemmtilegt að þjónusta fólkið í hverfinu.

2996
11:31

Vinsælt í flokknum Ísland í dag