Stefnir í að Löfven haldi forsætisráðherrastólnum

Þingmenn sænska Vinstriflokksins munu skila auðu í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu (LUM) í sænska þinginu um Stefan Löfven, formann Jafnaðarmanna, sem næsta forsætisráðherra Svíþjóðar. Atkvæðagreiðslan fer að öllum líkindum fram á föstudag. Greint var frá því um helgina að samkomulag hafi náðst um nýja minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem myndi njóta stuðnings Miðflokksins og Frjálslyndra. Er því nú líklegra að sú stjórn verði að veruleika.

1
01:02

Vinsælt í flokknum Fréttir