FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 08:09

Harđlínumađur stađfestur sem sendiherra í Ísrael

FRÉTTIR

Juventus komst í bikarúrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni

 
Fótbolti
23:00 02. MARS 2016
Leonardo Bonucci fagnar sigri í vítakeppninni.
Leonardo Bonucci fagnar sigri í vítakeppninni. VÍSIR/GETTY

Juventus og AC Milan mætast í bikarúrslitaleiknum á Ítalíu í ár en þetta varð ljóst eftir að Juventus sló Internazionale út úr undanúrslitunum eftir maraþonleik á San Siro í kvöld.

Juventus var í frábærri stöðu eftir 3-0 heimasigur í fyrri leiknum en tapaði 3-0 í kvöld og því varð að framlengja leikinn. Ekkert var skorað í framlengingunni og úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni.

Juventus-liðið vann vítakeppnina 5-3 og tryggði sér með því sæti í úrslitaleiknum. Juventus skoraði úr öllum sínum vítaspyrnum og það var Leonardo Bonucci sem skoraði úr lokaspyrnunni. Rodrigo Palacio var sá eini sem klikkaði hjá Internazionale en það var nóg til þess að tapa vítaspyrnukeppninni.

Marcelo Brozovic (2 mörk) og Ivan Perisic skoruðu mörk Internazionale í leiknum en Marcelo Brozovic skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.

AC Milan sló C-deildarlið Alessandria örugglega út í gær í hinum undanúrslitaleiknum en Juve og AC mætast í úrslitaleiknum í Róm 21. maí næstkomandi.

Juventus á möguleika á því að verja titilinn en liðið vann ítalska bikarinn í tíunda sinn í fyrra eftir sigur á Lazio í úrslitaleik.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Juventus komst í bikarúrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni
Fara efst