Fótbolti

Juventus hafði betur gegn Chelsea

Mutu í leik með Juve.
Mutu í leik með Juve. vísir/getty
Rúmenski knattspyrnumaðurinn Adrian Mutu var rekinn frá Chelsea árið 2004 eftir að hafa verið gripinn við kókaín-notkun.

Er hann kom úr banni samdi hann við Juventus. Þá stökk Chelsea fram á sjónarsviðið og vildi fá bætur frá ítalska félaginu.

Chelsea vildi fá rúma tvo milljarða frá Juve og FIFA var sammála því. Juventus sætti sig illa við þá niðurstöðu og áfrýjaði til íþróttadómstólsins í Lausanne.

Dómstóllinn hefur loksins kveðið upp sinn dóm og Juve þarf ekki að greiða Chelsea eina einustu krónu. Chelsea þarf þess utan að greiða allan lögfræðikostnað vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×