Fótbolti

Juventus bætti við sig brasilískum landsliðsmanni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hernanes fagnar hér marki með gulldrengnum Neymar.
Hernanes fagnar hér marki með gulldrengnum Neymar. Vísir/GEtty
Ítölsku meistararnir í Juventus gengu frá kaupunum á brasilíska landsliðsmanninum Hernanes frá Inter undir lok félagsskiptagluggans eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Er honum ætlað að fylla í skarð Arturo Vidal sem gekk til liðs við Bayern Munchen fyrr í sumar. Juventus hefur farið illa af stað í ítölsku úrvalsdeildinni en þeir fylgdu tapi gegn Udinese í fyrstu umferðinni með tapi gegn Roma um helgina.

Ítalskir miðlar greindu frá því að Juventus hafi aðeins greitt 11 milljónir evra fyrir Hernanes sem gekk til liðs við Inter frá Lazio fyrir aðeins 18 mánuðum fyrir 20 milljónir evra.

Hernanes hefur leikið 156 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni en hann á einnig að baki 27 landsleiki fyrir hönd Brasilíu.

Þá staðfesti Juventus einnig að félagið hefði fengið franska miðjumanninn Mario Lemina á láni frá Marseille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×