Handbolti

Jurecki yfirgefur Magdeburg eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jurecki í leik með pólska landsliðinu.
Jurecki í leik með pólska landsliðinu. Vísir/AFP
Pólski handknattleiksmaðurinn Bartosz Jurecki mun yfirgefa Magdeburg að tímabilinu loknu. Magdeburg, sem Geir Sveinsson stýrir, ákvað að framlengja ekki samninginn við línumanninn sterka.

Þar með lýkur löngum ferli Jureckis hjá þýska liðinu, en hann gekk til liðs við Magdeburg frá pólska liðinu Chrobry Glogow árið 2006.

Jurecki var í sigurliði Magdeburg í EHF-bikarnum 2007, en hann hefur einnig átt velgengni að fagna með pólska landsliðinu. Hann var í liði Póllands sem vann til silfurverðlauna á HM 2007 í Þýskalandi og bronsverðlauna á HM 2009 í Króatíu.

Yngri bróður Jureckis, Michal, leikur með Vive Targi Kielce í heimalandinu, en hann er einnig lykilmaður í pólska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×