Lífið

Júníus Meyvant sló í gegn á Hróarskeldu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Unnar Gísli Sigurðsson sem gerir út sem tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant stoppaði við í aðstöðu Nordic Playlist á Hróarskelduhátíðinni nú síðast og flutti lag sitt Pearl in Sandbox. Lagið flutti Unnar einn og óstuddur en hann kemur vanalega fram með hljómsveit.

Frábæran flutning hans má sjá á myndbandinu hér fyrir ofan.

Töluverð eftirvænting hafði verið fyrir tónleikum Júníus Meyvant á Hróarskeldu í ár enda hefur tónlistarmaðurinn skapað sér þónokkrar vinsældir í Danmörku. Mikil fjöldi var á tónleikunum og þóttu þeir heppnast með afbrigðum vel.

Fyrsta breiðskífa hans Floating Harmonies kom nýverið út hér á Íslandi en hún hefur einnig fengið útgáfu víða um Evrópu en stefnt er á að hún komi út í áþreifanlegu formi um allan heim.

Platan hefur fengið góða dóma víða en Júníus undirbýr sig þessa daganna fyrir tónleikaferð um Evrópu sem hefst í september. Þá mun hann koma fram á tuttugu tónleikum í öllum helstu borgum álfunnar.

Júníus Meyvant kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en hann er fæddur þar og uppalinn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×