Tónlist

Júníus Meyvant kemur fram á Hróarskeldu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Júníus Meyvant á leiðinni til Danmerkur.
Júníus Meyvant á leiðinni til Danmerkur. vísir
Nú fyrir stundu sendi Roskilde Festival út tilkynningu með öllum þeim flytjendum sem koma fram á hátíðinni í ár.

Þar á meðal var Júníus Meyvant tilkynntur, en hann kemur fram á fimmtudeginum í Pavilion tjaldinu. Hann kemur því fram á Hróarskeldu ásamt íslensku sveitunum Milkywhale og stúlknarappsveitin Reykjavíkurdætur. Hálf íslenska sveitin Dream Wife kemur einnig fram á hátíðinni. Júníus spilar á fimmtudeginum 29. júní.

Framundan hjá Júníusi Meyvant er hans fyrsta breiðskífa sem verður tilkynnt á allra næstu dögum, létt spilamennska hér heima og úti en í haust verður mikið um tónleikaferðalög.

Aðrir flytjendur sem voru tilkynntir í dag með lokadagskránni eru Neil Young, Grimes, Santigold og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×