Lífið

Júlíspá Siggu Kling - Steingeit: Ástin og vináttan umlykur þig

Sigga Kling skrifar
Elsku þrautseiga steingeit. Þú gætir bognað en aldrei muntu brotna. Þess vegna líki ég þér við bambusinn. Það er einhvern veginn þannig að pottþéttasta fólkið er fætt í steingeitinni. En stundum geturðu verið of pottþétt, elsku hjartað mitt. Þú þarft að leyfa þér að blómstra meira, taka inn örlítið meira kæruleysi og þú mátt klikka aðeins á smáatriðunum. Þrjóska þín er alveg ágæt í mörgu en stundum hefurðu rangt fyrir þér, ég sver það.

Það er mikill tilfinningahiti yfir þessu tímabili. Það er ástin, vináttan og lífið. Þú ert að plana og plana og það er bara gott. Þú munt eyða dálítið umefni fram og leyfðu þér bara að njóta þess. Þú færð borgað til baka frá veröldinni og peningaáhyggjur tilheyra morgundeginum, alls ekki núinu. Það er mjög algengt að steingeitur efnist vel og nái miklum árangri í lífinu. Svo þarf ég að segja við þig, þú ert bara ung. Bara barn, elskan mín, svo hafðu ekki áhyggjur. Þú átt eftir að fá svo margt upp í hendurnar og þú getur lifað letilífi, ef þig langar til þess.

Þú þarft að taka betur eftir næmni þinni, léttri, skemmtilegri orkunni og brjálæðislega góða húmornum. Hann mun koma þér langt. Ef þú átt leyndarmál þá skaltu hafa þau algjörlega hjá þér núna því orkan gæti orðið þannig að það komist upp um eitthvað sem þú vilt alls ekki að komist upp. Þjóð veit þá þrír vita! Ef þú ert með eitthvað hjartasár þá mun það gróa á styttri tíma en þú býst við. Þó þú sért svona minnug, þá ertu sterkari en allt.

Mottó: Ég skal horfast í augu við lífið allt – ég græði á því þúsundfalt.



Frægar steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Dr. Kristín Ólafsdóttir,Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarsson, Jesú.

 


Tengdar fréttir

Júlíspá Siggu Kling - Ljón: Margt á döfinni hjá þér

Elsku einstaka ljón. Það væri líklega ekkert að gerast ef þú dveldir ekki á móður jörð. Að sjálfsögðu eru tilfinningarnar búnar að vera þandar eins og flottasta fiðlan í sinfóníunni. Þú hefur verið lítið í þér en einnig stórhuga og haft tröllatrú á öllu.

Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Ekki láta streituna yfirbuga þig

Elsku meðvirki fiskur. Ég hef stúderað þig lengi og meðvirkasta fólk í heimi er í þínu merki. Þú ert alltof góður, gefur alltof mikið og svo getur þú orðið innanpirraður. Það er allt í lagi að láta fjúka í sig, vera leiður og fara stundum í fýlu. Þú getur ekki alltaf verið uppistandarinn í partýinu.

Júlíspá Siggu Kling - Tvíburi: Slepptu örygginu um stund

Elsku fallegi tvíburi. Það virðist margt hafa verið að gerast hjá þér. Þú vilt breytingar í líf þitt og það eru mörg tákn búin að vera uppi síðustu tvo mánuði sem sýna þér að það gætu mjög góðir hlutir verið á leið inn í líf þitt.

Júlíspá Siggu Kling - Vog: Með friðinn að leiðarljósi

Varkára en samt öfluga vogin mín. Þú skalt vera þakklát fyrir alla þá heppni sem er að koma til þín og leysir upp leiðindi, ef þér finnst þau hafa verið hjá þér. Þú munt hægt en örugglega sjá að þú ert að gera rétt. Þú átt eftir að gera mjög gott samkomulag við einhvern náinn þér og þér á eftir að líða miklu betur með það.

Júlíspá Siggu Kling - Bogmaður: Nýttu þér heppnina þína

Besti, besti bogmaður. Þú hefur svo sterkan kjarna og þú veist alltaf hvað þú ætlar að gera. Þú þarft að gera allt svo vel að maður öfundar þig stundum. Happdrætti Háskóla Íslands sagði að bogmaðurinn og vogin væru heppnustu merkin, miðað við þá sem hafa fengið þar vinninga. Þessu trúi ég. Þú átt að nýta þér að það er yfir þér sérstök heppni.

Júlíspá Siggu Kling - Sporðdreki: Vanilla gerir þér gott

Elsku fagri sporðdrekinn minn. Þú ert gæddur svo góðri eftirtekt að það virðist ekkert fram hjá þér fara. Þú hefur svo mikinn áhuga á fólki og það er eins og þú vitir hvað er að fara að gerast hjá sumum. Þú þarft að efla þennan kraft hjá þér og muna að fyrsta hugsunin er sú rétta.

Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Tímabil sameiningar

Elsku þrautgóða meyjan mín. Þetta er tímabil sameiningar. Þú munt ákveða að gifta þig eða ert jafnvel nýbúin að því. Það byrja ný sambönd hjá mörgum meyjunum og þú ert sko tilbúin að ganga inn í ljósið, en þú þarft bara að draga frá gardínurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×