Juan Mata tryggđi Manchester United sigur og sćti í átta liđa úrslitunum

 
Fótbolti
21:45 16. MARS 2017
Juan Mata fagnar sigurmarki sínu.
Juan Mata fagnar sigurmarki sínu. VÍSIR/GETTY

Manchester United er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á rússneska liðinu Rostov í seinni leik liðanna á Old Trafford í kvöld.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og Manchester United vann því 2-1 samanlagt.

Spánverjinn Juan Mata var hetja sinna manna í kvöld en hann skoraði sigurmarkið á 70. mínútu eftir hælsendingu frá Zlatan Ibrahimovic.

Þetta var tíunda mark Mata á tímabilinu en hann hefur skoraði mikilvæg mörk á þessari leiktíð.

Manchester United er því skrefi nær að vinna Evrópudeildina og tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Manchester United liðið hefur ekki komist svona langt í UEFA-bikarnum/Evrópudeildinni síðan árið 1985.  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Juan Mata tryggđi Manchester United sigur og sćti í átta liđa úrslitunum
Fara efst