FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 12:45

Ágóđinn af miđasölunni rennur til fjölskyldu Ölmu Ţallar

SPORT

Juan Mata tryggđi fjórđa sigur United í röđ | Sjáiđ sigurmarkiđ

 
Enski boltinn
22:00 02. MARS 2016
Juan Mata fagnar sigurmarki sínu.
Juan Mata fagnar sigurmarki sínu. VÍSIR/GETTY

Spánverjinn Juan Mata skoraði eina markið á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United vann 1-0 sigur á Watford og er nú með jafnmörg stig og nágrannar þeirra í Manchester City í 4. og 5. sæti deildarinnar.

Juan Mata skoraði eina markið með skoti beint úr aukaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok en markið var afar laglegt.

Juan Mata bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og hélt upp á það með því að skora frábært sigurmark.

Manchester United hefur þar með unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum og fylgdi eftir sigri á Arsenal í síðasta leik.

David de Gea sá til þess að Watford skoraði ekki í fyrri hálfleiknum en Watford fékk mun hættulegri færi fyrir hlé.

Leikurinn var jafn og Watford skapaði sér líka færi í seinni hálfleiknum en það þurfti frábær tilþrif frá Mata til að gera út um leikinn og halda sigurgöngu United áfram.


Aukaspyrnumark Juan Mata
  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Juan Mata tryggđi fjórđa sigur United í röđ | Sjáiđ sigurmarkiđ
Fara efst