MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 09:04

Dómurum fjölgađ upp í tólf í undanúrslitaleikjum karla

SPORT

Juan Mata tryggđi fjórđa sigur United í röđ | Sjáiđ sigurmarkiđ

 
Enski boltinn
22:00 02. MARS 2016
Juan Mata fagnar sigurmarki sínu.
Juan Mata fagnar sigurmarki sínu. VÍSIR/GETTY

Spánverjinn Juan Mata skoraði eina markið á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United vann 1-0 sigur á Watford og er nú með jafnmörg stig og nágrannar þeirra í Manchester City í 4. og 5. sæti deildarinnar.

Juan Mata skoraði eina markið með skoti beint úr aukaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok en markið var afar laglegt.

Juan Mata bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og hélt upp á það með því að skora frábært sigurmark.

Manchester United hefur þar með unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum og fylgdi eftir sigri á Arsenal í síðasta leik.

David de Gea sá til þess að Watford skoraði ekki í fyrri hálfleiknum en Watford fékk mun hættulegri færi fyrir hlé.

Leikurinn var jafn og Watford skapaði sér líka færi í seinni hálfleiknum en það þurfti frábær tilþrif frá Mata til að gera út um leikinn og halda sigurgöngu United áfram.


Aukaspyrnumark Juan Mata
  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Juan Mata tryggđi fjórđa sigur United í röđ | Sjáiđ sigurmarkiđ
Fara efst