Bíó og sjónvarp

Joss Whedon í viðræðum um að leikstýra Batgirl-mynd

Birgir Olgeirsson skrifar
Joss Whedon.
Joss Whedon. Vísir/Getty
Joss Whedon er í viðræðum við kvikmyndaverið Warner Bros. um að leikstýra nýrri mynd um Batgirl.

Greint er frá þessu á vef Variety en þar segir að Whedon muni einnig skrifa handrit myndarinnar og vera einn af framleiðendum hennar. Mun myndin hafa tengsl við Justice Legue-myndirnar þar sem helstu hetjur DC-myndasagnaútgáfunnar koma fyrir: Superman, Batman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg.

Batgirl er ein af vinsælustu hetjum DC-myndasagnaheimsins en hefur aldrei fengið eigin mynd.

Hún birtist fyrst í myndasögu árið 1967 sem Barbara Gordon, dóttir lögreglustjórans James Gordon.

Þetta yrði frekar stórt skref fyrir Whedon sem leiddi uppgang Marvel-myndanna, sem er höfuðsamkeppni DC, þegar hann leikstýrði The Avengers og Avengers: Age of Ultron.

Batgirl sást síðast í kvikmynd þegar Alicia Silverstone lék hetjuna í Batman & Robin.

Hér fyrir neðan má sjá upprifjun á sögu Batgirl

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×