Enski boltinn

Jose Mourinho: Ég kenni öllum um

Einar Sigurvinsson skrifar
Jose Mourinho, á leiknum í gær.
Jose Mourinho, á leiknum í gær. getty
Jose Mourinho, þjálfari Manchester United, var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna eftir sigurinn á Brighton í gær. Manchester vann leikinn 2-0 og komust með sigrinum í undanúrslit enska bikarsins í 29. skiptið. Aðeins Arsenal hefur náð að komast í undanúrslit keppninnar jafn oft.

„Við áttum sigurinn skilinn, ekki spurning, við stjórnuðum leiknum. En við spiluðum ekki vel. Stundum fer ekki alveg saman, vinnan sem þú leggur á þig síðustu tvo dagana fyrir leikinn og það sem gerist á vellinum. Það er meira svekkjandi heldur en úrslitin. Enn og aftur var ég óánægður með uppspilið. Ég kenni öllum um.“

Mourinho fékk mikla gagnrýni eftir að Manchester United féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Sevilla á dögunum. Á blaðamannafundi í lok leiksins sagði hann meðal annars að það væri ekkert nýtt fyrir liðið að falla úr leik í Meistaradeildinni.

 Spilamennska Manchester í leiknum í gær þótti ekki mikið betri en gegn Sevilla. Leikmenn liðsins áttu aðeins tvö skot á markið í leiknum, en bæði rötuðu inn.

„Nokkrir leikmenn voru hræddir við að spila. Ég get ekki sagði mikið meira en það. Þetta tengist persónuleika og trausti.“

„Að vera á vellinum og fá boltann á fimm mínútna fresti, það geta það allir. En að vera á vellinum, biðja um boltann og segja „gefðu hann af því að ég vil spila,“ það geta ekki allir gert það.“

Skin og skúrir
Scott McTominay fékk skammir frá Mourinho eftir leikinn.getty
„Þegar sólin skín og allt gengur vel, þú vinnur leiki og skorar mörk. Allt fellur með þér. Allir leikmennirnir eru góðir, vilja spila og fá boltann. Líta vel út og geisla af sjálfstrausti.“

„Þegar það er dimmt og kalt, í knattspyrnu þýðir það tíminn þar sem úrslitin falla ekki með þér. Þá hafa ekki allir leikmenn sjálfstraust eða persónuleikann til að spila.“

Mourinho nefndi tvo leikmenn sem hann var sérstaklega óánægður með í leiknum í gær. Þá Scott McTominay og Luke Shaw, en Shaw var tekinn af velli í hálfleik.

„McTominay hefur aldrei spilað jafn illa síðan hann kom upp í aðalliðið en hann hefur persónuleikann til að takast á við mistökin sín. Það var mín ákvörðun að taka Shaw af velli í hálfleik. Við höfðum unnið í ákveðnum hreyfingum sem var mikilvægt að bakverðirnir ynnu og hann gerði það ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×