Golf

Jordan Spieth í forystusætinu fyrir lokahringinn í Texas

Jordan Spieth ásamt kylfusveini sínum á þriðja hring í gær.
Jordan Spieth ásamt kylfusveini sínum á þriðja hring í gær. Getty
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth leiðir fyrir lokahringinn á Shell Houston Open sem fram fer á Houston vellinum í Texas en hann er samtals á 14 höggum undir pari eftir hringina þrjá.

Spieth fékk sex fugla á þriðja hring í gær og kom inn á 67 höggum eða fimm undir pari en þrír kylfingar koma einu höggi á eftir honum á samtals 13 undir pari.

Það eru þeir Austin Cook,Johnson Wagner og Scott Piercy en Shawn Stefani kemur einn í fimmta sæti á 12 undir pari.

Phil Mickelson hefur verið í toppbaráttunni nánast allt mótið en léleg spilamennska á þriðja hring kostaði hann. Mickelson er á níu höggum undir pari en hann fékk fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla í gær.

Lokahringurinn ætti að verða spennandi enda margir kylfingar sem geta gert atlögu að sigrinum.

Hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan fimm í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×