Fótbolti

Jones: Viðhorf Howard eru hættuleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermaine Jones, leikmaður bandaríska landsliðsins.
Jermaine Jones, leikmaður bandaríska landsliðsins. Vísir/Getty
Jermaine Jones, landsliðsmaður Bandaríkjanna, er ekki ánægður með ummæli sem Tim Howard lét falla um bandaríska landsliðsmenn sem ekki eru aldir upp í Bandaríkjunum.

Howard sagði í viðtali við USA Today að Jürgen Klinsmann hafi lagt áherslu á að sækja leikmenn víða um heim sem eiga rætur að rekja til Bandaríkjanna.

Einn þeirra er Aron Jóhannssson, uppalinn Fjölnismann sem fæddist í Bandaríkjunum þegar foreldrar hans voru þar í námi. Aron leikur í dag með Werder Bremen í Þýskalandi og ákvað árið 2013 að spila með bandaríska landsliðinu fremur en því íslenska.

Sjá einnig: Aron valdi bandaríska landsliðið

Jermaine Jones er fæddur í Þýskalandi og á að baki 67 leiki með bandaríska landsliðinu. Jones á bandarískan föður en bjó lengst af í Þýskalandi. Hann lék lék með þýskum liðum frá 1999 til 2014 en hefur verið í Bandaríkjunum síðustu ár og er nú kominn til LA Galaxy.

„Með fullri virðingu fyrir Timmy þá snýst þetta ekki um hvort þú sér heill eða hálfur Ameríkani. Þetta snýst um hvað er þér innanbrjósts,“ sagði Jones í viðtali við The Guardian.

„Þó svo að þú farir út á völl og gefir allt sem þú átt í leikinn þá getur það vel komið fyrir að þú eigir ekki góðan leik. Það getur hent hvern sem er.“

Jones segir að fólk sé fljótt að gagnrýna „erlendu gauarana“ þegar bandaríska landsliðinu gengur illa.

„Þegar allt gengur á afturfótunum þá er sagt að þýsk-bandarísku leikmennirnir séu vandamálið. En þegar við spiluðum á HM og bæði ég og John Brooks skoruðum, þá voru þeir þýsk-bandaríku alvöru amerískir strákar.“

„En þú verður að hafa víðara sjónarmið. Það er enginn amerískur strákur og enginn þýsk-amerískur. Allt liðið spilaði illa og það er ekki rétt að skella skuldinni á hinn eða þennan.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×