Enski boltinn

Jones framlengir við Man Utd til ársins 2019

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jones sýnir jafnan mikil svipbrigði á vellinum.
Jones sýnir jafnan mikil svipbrigði á vellinum. vísir/getty
Phil Jones hefur framlengt samning sinn við Manchester United til ársins 2019.

Jones, sem er að hefja sitt fimmta tímabil hjá United, kostaði 17 milljónir punda þegar félagið keypti hann frá Blackburn 2011. Jones varð Englandsmeistari með United 2013.

Jones, sem hefur leikið 17 A-landsleiki fyrir England, hefur leikið 128 leiki og skorað fimm mörk fyrir United en hann verið mikið frá vegna meiðsla síðan hann kom til félagsins.

„Jones er frekar ungur varnarmaður sem er alltaf að bæta sig,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, um lærisvein sinn sem spilaði langoftast sem miðvörður á síðasta tímabili eftir að hafa margsinnis verið notaður sem hægri bakvörður eða miðjumaður árin á undan.

„Hann missti talsvert út vegna meiðsla á síðasta tímabili en ég var hrifinn af fagmennskunni og viðhorfinu sem hann sýndi á þeim tíma.“


Tengdar fréttir

Coleman á leið til United?

Manchester United hefur áhuga á Seamus Coleman, bakverði Everton, en þetta hefur Sky Sports fréttastofan samkvæmt heimildum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×