Enski boltinn

Jonás: Mun aldrei gleyma móttökunum | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jonás kemur inn á í sínum fyrsta aðalliðsleik í tæpt ár.
Jonás kemur inn á í sínum fyrsta aðalliðsleik í tæpt ár. vísir/getty
Argentínumaðurinn Jonás Gutiérrez sneri aftur á fótboltavöllinn í gær þegar Newcastle United tapaði fyrir Manchester United með einu marki gegn engu á St James' Park.

Jonás kom inn á sem varamaður á 65. mínútu fyrir Ryan Taylor og lék síðustu 25 mínútur leiksins. Jonás tók við fyrirliðabandinu af landa sínum, Fabricio Coloccini, þegar hann kom inn á.

Þetta var fyrsti aðalliðsleikur Argentínumannsins í tæpt ár en hann hefur barist við eistnakrabbamein.

Jonás útskrifaðist úr lyfjameðferð í byrjun nóvember á síðasta ári og fljótlega eftir það hóf hann að æfa með aðalliði Newcastle. Hann hefur síðan þá spilað nokkra leiki með U-21 árs liði Newcastle.

Áhorfendur á St James' Park klöppuðu vel og lengi fyrir Jonási þegar hann kom inn á í gær og hann var ánægður með móttökurnar.

„Ég mun aldrei gleyma móttökunum sem ég fékk,“ sagði Jonás þakklátur eftir leikinn.

„Ég er mjög ánægður með móttökurnar sem og stuðninginn sem ég fékk í veikindum mínum,“ sagði Argentínumaðurinn ennfremur.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty

Tengdar fréttir

Jonás Gutiérrez sigraðist á krabbanum

Jonás Gutiérrez, vængmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fékk góðar fréttir á dögunum en læknar sögðu hann hafa sigrast á krabbameininu sem hann hefur glímt við síðustu mánuði.

Gutierrez með krabbamein í eista

Jonas Gutierrez, miðjumaður Newcastle, spilar ekki fótbolta á næstunni eftir að hafa verið greindur með krabbamein í eista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×