Viðskipti innlent

Jón Viðar ráðinn framkvæmdastjóri hjá ÍSAM

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Viðar Stefánsson hefur áður starfað sem markaðsstjóri Coca-Cola hjá Vífilfelli, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og framkvæmdastjóri Áberandi ehf.
Jón Viðar Stefánsson hefur áður starfað sem markaðsstjóri Coca-Cola hjá Vífilfelli, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og framkvæmdastjóri Áberandi ehf. Mynd
Jón Viðar Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs ÍSAM. Hann hefur áður starfað sem markaðsstjóri Coca-Cola hjá Vífilfelli, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og framkvæmdastjóri Áberandi ehf.

Í tilkynningu segir að Jón Viðar hafi þegar hafið störf hjá ÍSAM og segist vera afar spenntur að taka við nýju starfi. „ÍSAM er spennandi fyrirtæki og regnhlíf yfir mörg stór og sterk vörumerki sem Íslendingar nota á hverjum degi svo sem BKI kaffi, ORA, FRÓN, Ariel, Gillette, Pampers svo fáein séu nefnd. Það er spennandi að vera þátttakandi í að móta framtíðarstefnu fyrirtækisins.”

Hann segir að hans fyrsta verk verði að hitta viðskiptavini fyrirtækisins sem eru öll helstu verslunar- og veitingarfyrirtæki landsins.

„Jón Viðar er með B.Sc. gráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Eiginkona hans er Auður Kristín Þorgeirsdóttir og eiga þau fjögur börn.  Jón Viðar er Vestmannaeyingur og ötull stuðningsmaður ÍBV.“

Um 370 manns starfa hjá ÍSAM og er forstjóri fyrirtækisins Bergþóra Þorkelsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×