Sport

Jón Sigurður og Norma unnu silfur á NM í fimleikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Sigurður Gunnarsson er hér fyrir framan ásamt liðsfélagi sinum í Ármanni, Bjarka Ásgeirssyni.
Jón Sigurður Gunnarsson er hér fyrir framan ásamt liðsfélagi sinum í Ármanni, Bjarka Ásgeirssyni. Vísir/Vilhelm
Ármenningurinn Jón Sigurður Gunnarsson og Gerplukonan Norma Dögg Róbertsdóttir unnu bæði silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í dag en mótið fer fram um páskana í Halmstad í Svíþjóð.

Jón Sigurður Gunnarsson varð í öðru sæti í úrslitum á hringjum í karlaflokki en  Norma Dögg Róbertsdóttir hlaut silfurverðlaun  í keppni stökki í kvennaflokki.

Jón Sigurður stóð sig einnig vel í keppni á einstökum áhöldum á dögunum og vann þá þrjá Íslandsmeistaratitla þar á meðal í keppni í hringjum.

Norma Dögg er nýkringdur Íslandsmeistari í fjölþraut og ein af hennar sterkustu greinum er einmitt stökkið sem að hennar mati skilaði henni Íslandsmeistaratitlinum á dögunum.

Íslenska kvennasveitin vann brons í liðakeppninni í gær og fyrr í dag vann Íslandsmeistari unglinga, Eyþór Örn Baldursson, brons í úrslitum í  hringjum í unglingaflokki.



Norma Dögg á pallinum.Mynd/Fésbókarsíða FSÍ
Jón Sigurður á pallinum.Mynd/Fésbókarsíða FSÍ
Eyþór Örn Baldursson á pallinum.Mynd/Fésbókarsíða FSÍ

Tengdar fréttir

Eins og að fella sig við það að labba

Thelmu Rut Hermannsdóttur tókst ekki að bæta met gamla þjálfara síns. Bjarki Ásgeirsson og Norma Dögg Róbertsdóttir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn.

Jón Sigurður og Thelma Rut unnu flest gull í dag

Ármenningar og Gerplukonur voru í aðalhlutverki í keppni á einstökum áhöldum á Íslandsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem lauk í Ármannsheimilinu í dag. Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu unnu flest áhöld í dag.

Þrefalt hjá Gerplukonum í gær - myndir

Gerpla hélt áfram sigurgöngu sinni í fjölþraut kvenna á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í gær þegar Gerpla átti þrjár á palli í kvennaflokki. Gerpla hefur nú átt Íslandsmeistara kvenna í fimleikum í ellefu ár í röð.

Gerplustelpurnar góðar vinkonur þrátt fyrir mikla samkeppni

Gerpla vann alla fimm Íslandsmeistaratitlana í boði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í Ármannsheimilinu um helgina. Norma Dögg Róbertsdóttir vann fjölþrautina í gær og hún og liðsfélagar hennar Thelma Rut Hermannsdóttir og Agnes Suto skiptu svo með sér gullverðlaunum á einstökum áhöldum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×