Viðskipti innlent

Jón ráðinn framkvæmdastjóri Mílu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Spennandi tímar framundan,“ segir Óskar Jósefsson.
„Spennandi tímar framundan,“ segir Óskar Jósefsson.
Jón Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mílu. Hann tekur við starfinu af Gunnari Karli Guðmundssyni sem lætur af störfum að eigin ósk.

Jón er vélaverkfræðingur að mennt og hefur gegnt stjórnunarstörfum í upplýsingatæknigeiranum síðustu tuttugu ár. Hann var framkvæmdastjóri hugbúnaðarhússins Manna og músa ehf. árin 2007-2014 og þar áður var hann framkvæmdastjóri Maritech ehf.

Óskar Jósefsson stjórnarformaður Mílu segir það mjög ánægjulegt að fá Jón til starfa: „Jón hefur mikla rekstrarreynslu úr tæknigeiranum sem mun nýtast Mílu vel í þeim krefjandi verkefnum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir. Það eru spennandi tímar framundan í fjarskiptum á Íslandi og Míla gegnir þar afar mikilvægu hlutverki.  Fyrir hönd stjórnar þakka ég Gunnari Karli, fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir hans störf í þagu félagsins og býð Jón velkomin til starfa,“ segir Óskar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×